Helgafell í Hafnarfirði
Gönguklúbburinn nafnlausi fór í sína fjórðu ferð upp á Helgafell í Hafnarfirði 31. júlí. Áður var búið að fara upp á Vífilsfell og Keili en ég missti af því. Við fórum nokkuð hefðbundna leið upp á Helgafellið. Þegar þangað var komið vildum við endilega finna "Gatið" og fundum það eftir nokkra leit. Við fórum svo niður í gegnum gatið og héldum til baka austur eftir fjallinu og svo norður fyrir. Á leiðinu niður frá gatinu fórum við í berjamó og átum allt sem við tíndum. Ljósmyndakall hópsins er "Skundi"
Gangan var 7,1 kílómetri og tók okkur tvær og hálfa klukkustund. Hækkunin var 250 metrar. Veðrið var mjög gott til göngu og áður boðuð rigning lét ekki sjá sig.
Read MoreGangan var 7,1 kílómetri og tók okkur tvær og hálfa klukkustund. Hækkunin var 250 metrar. Veðrið var mjög gott til göngu og áður boðuð rigning lét ekki sjá sig.