gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivera
  2. Skundi

Helgafell í Hafnarfirði

Gönguklúbburinn nafnlausi fór í sína fjórðu ferð upp á Helgafell í Hafnarfirði 31. júlí. Áður var búið að fara upp á Vífilsfell og Keili en ég missti af því. Við fórum nokkuð hefðbundna leið upp á Helgafellið. Þegar þangað var komið vildum við endilega finna "Gatið" og fundum það eftir nokkra leit. Við fórum svo niður í gegnum gatið og héldum til baka austur eftir fjallinu og svo norður fyrir. Á leiðinu niður frá gatinu fórum við í berjamó og átum allt sem við tíndum. Ljósmyndakall hópsins er "Skundi"

Gangan var 7,1 kílómetri og tók okkur tvær og hálfa klukkustund. Hækkunin var 250 metrar. Veðrið var mjög gott til göngu og áður boðuð rigning lét ekki sjá sig.
Read More
  • Hæðarferilinn - Hækkunin var 250 metrar.

    Hæðarferilinn - Hækkunin var 250 metrar.

  • Leiðin séð í Google Earth. Gengnir voru rúmir 7 kílómetrar.

    Leiðin séð í Google Earth. Gengnir voru rúmir 7 kílómetrar.

  • Gilið sem einnig er hægt að fara upp

    Gilið sem einnig er hægt að fara upp

  • Hópurinn á góðri siglingu

    Hópurinn á góðri siglingu

  • Paufast upp í mót

    Paufast upp í mót

  • Skrifað í gestabók

    Skrifað í gestabók

  • Selma hafði það náðugt á toppnum

    Selma hafði það náðugt á toppnum

  • Sjömenningarnir sem tóku þátt í fjórðu göngunni.Efri röð: Ingvi, Álfhildur, Eiríkur. Neðri röð: Sigurlín, Þorbjörg, Erna, Selma.

    Sjömenningarnir sem tóku þátt í fjórðu göngunni.Efri röð: Ingvi, Álfhildur, Eiríkur. Neðri röð: Sigurlín, Þorbjörg, Erna, Selma.

  • Útsýnið var gott af Helgafellinu

    Útsýnið var gott af Helgafellinu

  • Við löbbuðum um Helgafellið í leit að Gatinu

    Við löbbuðum um Helgafellið í leit að Gatinu

  • Gatið fannst!

    Gatið fannst!

  • Þorbjörg kannaði hvort við kæmumst niður ef við færum í gegnum gatið

    Þorbjörg kannaði hvort við kæmumst niður ef við færum í gegnum gatið

  • Hópurinn stillir sér upp í gatinu

    Hópurinn stillir sér upp í gatinu

  • Selma við myndatöku í gatinu

    Selma við myndatöku í gatinu

  • Sigurlín undir háum klettum

    Sigurlín undir háum klettum

  • Gatið séð að neðan

    Gatið séð að neðan

  • Á heimleið

    Á heimleið

  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2021 SmugMug, Inc.
    Hæðarferilinn - Hækkunin var 250 metrar.
    Leiðin séð í Google Earth. Gengnir voru rúmir 7 kílómetrar.