Hverahlíð
Skundi fór sunnudaginn 20. janúar í gönguferð á Hellisheiði. Stefnan var sett á Skálafell. Það var mikil blíða, frost en engin ský á lofti. Smá vindur í upphafi. Ferðin sóttist seint, því það var mikill snjór sem var mjúkur. Við sukkum því í snjóinn og nokkrum sinnum upp í klof. Þegar upp Hverahlíðina var komið tókum við stöðuna. Við höfðum verið tvo og hálfan tíma 2 kílómetra og töldum hyggilegast að halda til baka. Við örkuðum til baka, stoppuðum hjá einni af holu Orkuveitunnar og fengum okkur nesti. Bakaleiðin gekk vel framan af, við fórum í slóðinni sem við höfðum þegar troðið. Slóðinn hvarf svo, því skafið hafði í hana, svo við þurftum að troða okkur leið í snjónum.
Alls voru þetta fjórir kílómetrar sem við klofuðum í snjónum á fjórum klukkustundum.
Read MoreAlls voru þetta fjórir kílómetrar sem við klofuðum í snjónum á fjórum klukkustundum.