Stóri og Litli Meitill
Skundi hélt á Stóra og Litla Meitil laugardaginn 17. maí. Þangað hafði ég farið áður með Útivistarræktinni. Það var þoka og ekkert útsýni. Rigning hamlaði jafnframt myndatöku. Við héldum fyrst á Stóra-Meitil. Við sáum ekkert niður gíginn og stoppuðum stutt. Við héldum næst milli meitla í rigningu og þoku. Þegar upp á Litla-Meitil var komið settist hópurinn niður og tók sér smá kaffipásu. Eftir kaffið fórum við að feta okkur niður eftir Meitilstagli. Við komum á Votaberg sem er ekki heppilegt til niðurgöngu, en við fundum okkur sleið niður á jafnsléttu rétt hjá berginu og héldum að bílunum.
Alls gengum við 9,1 kílómetir á þremur tímum og tuttugu mínútum.
Read More