gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivera
  2. Skundi

Strútsstígur - Skælingar - Sveinstindur

Skundi fór í göngu eftir Strútsstíg og Skælingum 19.-23. júlí 2009. Við hófum göngu við göngubrúnna yfir Kaldaklofskvísl við Hvanngil. Héldum fyrst upp á Hvanngilshnausa og nutum útsýnisins. VIð héldum svo suður fyrir Röðul og yfir í Kaldaklof á milli Sléttafells og Einstigsfjalls. Þar óðum við nokkrar smákvíslar sem mynda Kaldaklofskvísl. Við áttum stutta viðkomu á Slysaöldu og héldum svo yfir Mælifellssandinn og inn í Hrútagil. Þar fórum við yfir Veðurhálsins í Strútsskála. Á mánudegi héldum svo upp Skófluklifina og góndum niður í Krókagil. Við fórum svo niður í Hólmsárbotna í Strútsslaug þar sem við böðuðum okkur. Eftir að hafa snætt nesti héldum við fyrir Laugarháls upp í hlíðar Svartahnúksfjalla í Eldgjá. Þar áðum við við fallegan foss áður en við löbbuðum berfætt í mosanum við Álftavötn. Á þriðjudegi héldum við áfram meðfram Syðri-Ófæru, óðum hana einu sinni. Við dáðumst að fossum og flúðum. Í Hólaskjóli bættist ein í hópinn og héldum við nú að Nyrðri-Ófæru og fylgdum henni inn Eldgjá að Ófærufossi. Næst var haldið í hlíðar Gjátinds, en ekki upp á hann. Deginum lauk svo í skálanum í Stóragili á Skælingum. Á miðvikudegi héldum við inn Stóragil í austurátt. Upp úr gilinu fórum við og héldum að Uxatindum og fórum upp á þann austasta. Þá héldum við inn Jötnagil að Skaftá. Við óðum svo ánna fyrir mynni Hvanngils og fylgdum Skaftá að vatnamælingakofa, en þar var stefnan sett á Sveinstindaskála. Á fimmtudegi héldum upp á Sveinstind og svo niður á veg þar sem við biðum eftir rútunni.
Read More
  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2023 SmugMug, Inc.
    DSC_3450_edited-1.jpg
    Nýtt burðardýr tekið við flöskunni góðu
    DSC_3455_edited-1.jpg