Straumsvík - könnunarleiðangur
Nefndin sendi útsendara sína til að kanna gönguleið í Straumsvík. Farið var 17. ágúst á föstudagskvöldi. Veðrið var hreint frábært. Leiðin lá í stórann hring. Lagt var af stað frá Straumi. Labbað framhjá Þýskubúð, Jónsbúð og Eyðikoti. Svo labbað eftir Langabakka og framhjá Óttarstaðabæjunum. Stefnan var sett á hlaðnar tóftir Norðurfjárhúsa og þaðan að tóftarbrotum Lónakots. Næst var haldið í suður, yfir Reykjanesbraut að Óttarsstaðaborg, hringlaga hlaðin fjárborg úr hraunhellum. Við skoðuðum jarðfall mikið sem heitir Smalaskálaker og fór svo inn á Alfaraleiðina. Af henni fórum svo norður að Straumi.
Göngulengd var 9,4 kílómetrar og fórum við þá þremur og hálfri klukkustund.
Read MoreGöngulengd var 9,4 kílómetrar og fórum við þá þremur og hálfri klukkustund.