gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivera
  2. Skundi

Straumsvík

Gönguklúbburinn nafnlausi fór og labbaði Straumsvík þriðjudaginn 21. ágúst. Fylgt var að mestu leið sem undanfararnir fóru vikuna áður. Þ.e. lagt var af stað frá Straumi og labbað að Þýskubúð. Stefnan sett á Jónsbúð og labbað framhjá Eyðikoti. Næst var labbað eftir Langabakka og framhjá Óttarstaðabæjunum. Stefnan var sett á hlaðnar tóftir Norðurfjárhúsa og þaðan að tóftarbrotum Lónakots. Næst var haldið í suður, yfir Reykjanesbraut og gamla Keflavíkurveginn að Óttarsstaðaborg, hringlaga hlaðinni fjárborg úr hraunhellum, stundum nefnd Kristrúnarborg - eftir Kristrúnu bónda á Óttarsstöðum sem hlóð borgina um 1870. Þar var áð og rætt um nöfn á klúbbinn og nafnið SKUNDI valið. Þá löbbuðum við að Smalaskálakeri sem er jarðfall og virtum fyrir okkur rústir Slunkaríkis, kofi sem reistur var 1974 af Hreini Friðfinnssyni. Undanfararnir höfðu ekki fundið Gvendarbrunn svo um leið og inn á Alfaraleið var komið var farið að svipast um eftir veglegum brunni - helst í kringum vörðurnar. Það var svo fyrir einstaka heppni að við fundum smápoll sem við sannfærðum okkur um að væri Gvendarbrunnur. Við héldum svo að Straumi aftur. Gönguleiðin var tæpir 10 kílómetrar og gengum við hana á fjórum klukkustundum. Miklar tafir voru vegna krækiberja framan af, en eftir að yfir Reykjanesbrautina var komið tóku við bláber í miklu magni.
Read More
  • Þór í ham við upphaf ferðar

    Þór í ham við upphaf ferðar

  • Þýskubúð

    Þýskubúð

  • Álfhildur myndar rústir við Þýskubúð

    Álfhildur myndar rústir við Þýskubúð

  • Tómatar eða litaboltakúlur?

    Tómatar eða litaboltakúlur?

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Úfið gras

    Úfið gras

  • Krækiberjalyngið var út um allt

    Krækiberjalyngið var út um allt

  • Untitled photo
  • Jarðfall

    Jarðfall

  • Untitled photo
  • Við Lónakot

    Við Lónakot

  • Untitled photo
  • Gönguhópurinn kominn í Óttarsstaðaborg

    Gönguhópurinn kominn í Óttarsstaðaborg

  • SKUNDI

    SKUNDI

  • Við vörður á Alfaraleið var leitað að Gvendarbrunni

    Við vörður á Alfaraleið var leitað að Gvendarbrunni

  • Berjamó

    Berjamó

  • Bláberin töfðu okkuð mikið

    Bláberin töfðu okkuð mikið

  • Gvendarbrunnur fundinn að við teljum, hann var nú ekki við vörðu eins og við höfðum bitið í okkur

    Gvendarbrunnur fundinn að við teljum, hann var nú ekki við vörðu eins og við höfðum bitið í okkur

  • Gvendarbrunnur er bara lítil hola í grasbala á lítilli klapparhæð við Alfaraleið. Guðmundur góði Hólabiskup mun hafa blessað hana

    Gvendarbrunnur er bara lítil hola í grasbala á lítilli klapparhæð við Alfaraleið. Guðmundur góði Hólabiskup mun hafa blessað hana

  • Jarðsímastrengur

    Jarðsímastrengur

  • Þór var enn í ham í lok ferðar

    Þór var enn í ham í lok ferðar

  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2022 SmugMug, Inc.
    Berjamó
    Bláberin töfðu okkuð mikið
    Gvendarbrunnur fundinn að við teljum, hann var nú ekki við vörðu eins og við höfðum bitið í okkur