Sveifluháls - Hrútagjá
Skundi gekk á Sveifluháls og að Hrútagjá laugardaginn 24. maí. Gengið var frá Vigdísarvallavegi í suðaustur upp á Hellutind. Tja, altént sagði GPS tækið að við værum á Hellutindi. Þaðan löbbuðum við í þokunni yfir á Stapatind. Stöku sinnum rofaði til og var þá hægt að sjá í Kleifarvatn fyrir neðan. Eftir að hafa stoppað aðeins á Stapatindi var tekin skyndiákvörðun um að fara beint niður í Folaldadali og yfir Norðlingaháls. Þegar niður á veg var komið var stefnan sett beint á Hrútagjá og klöngrast yfir hraunið. Hópurinn labbaði svo meðfram Hrútagjá þar sem hún skyndilega endaði. Við tók önnur gjá sem ákveðið var að fara niður í og reyndist það vera príl og smá vesen. Hópurinn dreif sig upp úr gjánni og setti stefnuna á hrauntröð sem liggur í hrauninu. Við löbbuðum eftir botni hrauntraðarinnar þar til við vorum komin út úr hrauninu. Þá löbbuðum við eftir gömlum stíg suður fyrir Sandfell og svo eftir veginum að bílnum.
Alls voru þetta 10,4 kílómetrar á fjórum og hálfum klukkutíma.
Read MoreAlls voru þetta 10,4 kílómetrar á fjórum og hálfum klukkutíma.