Hólaskjól - Álftavötn
Eftir að rútan skilaði okkur í Hólaskjól var GPS tækið dregið upp og rétt leið valinu í því. Svo var þrammað af stað og Syðri-Ófæru fylgt að mestu leiti, m.a. annars frammhjá fallegum flossi sem ýmist er kallaður Silfurfoss eða "Litli-Gullfoss". Vaða þurfti yfir Syðri-Ófæru í tilkomumiklu gljúfri og þegar í gegnum það var komið var stutt ganga eftir. Fyrsti áningarstaður var skáli Útivistar við Álftavatn. Þarna er fallegt um að litast og full þörf á að fara aftur og hafa meiri tíma til að labba um Álftavötn. Skálinn er nokkuð góður og ágætlega búinn. Þar er ofn til að kynda og gashellur til að elda á. En lítið um borðáhöld og vissara að hafa slíkt með í för.
Leiðin var 6,1 km samkvæmt GPS tækinu. Það tók tvær klukkustundir að labba leiðina og hófst hún klukkan 18.00 í Hólaskjóli. Hækkun á leiðinni er um 115 metrar og dreifist býsna jafnt á alla leiðina.
Read More