Strútsstígur: Reykjavík - Hólaskjól
Í lok ágúst var Strútsstígurinn genginn. Það var lagt af stað snemma morguns 26. ágúst 2007. Rútan stoppaði fyrst á Hellu í smá stund og svo var haldið í Landmannalaugar. Á leiðinni þangað var ljósmyndastopp við Heklu. Rútan var löng og lág, botninn á henni var vel skrappaður þegar var farið í gegnum ár á leiðinni. Í Landmannalaugum var langt stopp - þar þurfti að skipta um rútu. Því var tækifærið nýtt og labbað svolítið um. En tíminn hefði nýst betur ef ljóst hefði verið hve langt stoppið yrði. Á leiðinni í Hólaskjól stoppaði bílstjórinn nokkrum sinnum svo farþegarnir gætu tekið myndir og í Eldgjá var klukkustundar stopp. Þetta er flott leið og gaman að mynda. Í Hólaskjóli voru staðarhaldarar ekki á staðnum og tveir ferðamenn í vandræðum því þeir höfðu ætlað að gista þar.
Read More