Svínaskarð 14. október 2012
Sunnudaginn 14. október fór góður hópur frá BSÍ með rútu inn í Kjós í Hvalfriði. Þar hófst ganga upp Svínadal í Svínaskarð. Leiðin er gömul þjóðleið. Góður vegur er alla leið og á einum stað hefur verið hlaðið upp, væntanlega til að lækur græfi ekki veginn í sundur. Þar er snotur lítill foss. Við héldum svo niður á Skarðsveg, þar sem bílastæði fyrir þá sem ganga á Móskarðshnúka. Þar dáðumst við að hnúkunum og héldum svo áfram niður að næstu gatnamótum þar sem Sæmundur og rútan beið okkar.
Read More