Brúarárskörð 2012
Útivist var með tvær ferðir á dagskrá 2. september. Báðar ferðirnar byrjuðu á Rótarsandi. Annar hópurinn hélt upp á Högnhöfða undir fararstjórn Trausta Pálssonar en hinn hópurinn hélt niður Brúarárskörð undir minni fararstjórn. Hóparnir skyldu ljúka göngu á sama stað, í Miðhúsaskógi. Brúarárskörðin voru flott. Við sáum marga fossa á leiðini niður og á mörgum stöðum spýtist vatnið út úr þursaberginu í Brúaránna. Fyrst var gengið vestan við ánna, aðeins niður fyrir Strokk, en þar var flottur foss og mikið vatn sem kom út úr þursaberginu. Við héldum svo aðeins til baka og óðum ískalda Brúará á þægilegum sandbotni. Þegar upp úr ánni var komið fundum við okkur berjalaut og snæddum nestið okkar. Eftir góða nestisstund héldum við áfram niður með ánni, fram hjá Kúadal og yfir Litla-Höfða og niður í gegnum birkikjarr. Þar komum niður að smá flöt þar sem böðuðum okkur í sólinni. Síðan var haldið áfram, stoppað við Kálfsárfoss í Fremri-Kálfá og að lokum í Miðhúsaskóg þar sem rútan beið okkar.
Read More