gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivist
  2. Utivist 2007-2011

Óseyrarbrú - Selfoss

Sunnudaginn 24. febrúar 2008 fór ég með Útivist í göngu frá Óseyrarbrú að Selfossi. Að vísu fór rútan með okkur nokkuð lengra áleiðis en planað var. Leiðin var skemmtileg, við fórum meðfram girðingum, áveituskurðum og milli tjarna. Fórum yfir og undir gaddavírs- og rafmagnsgirðinar. Við Hreiðurborg var gert hádegisverðarhlé og svo var haldið áfram og leiðin þrædd milli tjarna í leit að flugvelli Breta frá seinna stríði. Hann mun vera í Kaldaðarnesi. Við töldum okkur finna flugbraut og löbbuðum eftir henni endilangri. Þó voru ekki allir trúaðir á að við værum á alvöru flugbraut. Þegar Ragnar fararstjóri var kominn heim náði hann í leiðina úr GPS-tækinu og bara saman við kort - við höfðum labbað eftir þjónustubraut sem lá meðfram flugbrautinni sjálfri, það hefur munað nokkur hundruð metrum. Við settum því næst stefnuna að þjóðvegi 316 og héldum eftir honum smá spöl. Þegar vegurinn beygði í austur héldum við í norður að Ölfusánni og gengum með henni smáspöl og fórum svo að flugvellinum á Sandvíkurheiði. Þar löbbuðum við eftir flugbrautinni og fórum í "chicken" við flugvél sem vildi fara á loft. Við flugstöðina beið Sæmundur eftir okkur og eftir smá teygjur var haldið af stað heim.

Við gengum 16,8 kílómetra á sex og hálfri klukkustund. Fararstjóri var Ragnar Jóhannesson og það rigndi ekki í ferðinni, frekar en í öðrum ferðum sem hann fer fyrir.
Read More
  • Leiðin sem við gengum. GPS-ferill frá fararstjóra, Ragnari Jóhannessyni, settur inn í Google Earth.
The track as seen in Google Earth.

    Leiðin sem við gengum. GPS-ferill frá fararstjóra, Ragnari Jóhannessyni, settur inn í Google Earth. The track as seen in Google Earth.

  • Horft eftir áveituskurði
Irrigation ditch

    Horft eftir áveituskurði Irrigation ditch

  • Horfti í hina áttina eftir áveituskurðinum
Irrigation ditch

    Horfti í hina áttina eftir áveituskurðinum Irrigation ditch

  • Horft eftir veginum, hópurinn mjakast áfram.
The group moving along the road.

    Horft eftir veginum, hópurinn mjakast áfram. The group moving along the road.

  • Ingólfsfjall

    Ingólfsfjall

  • Að baki okkur var dimmt
The sky was getting dark behind us

    Að baki okkur var dimmt The sky was getting dark behind us

  • Dökk skýin nálguðust okkur óðfluga
Dark clouds where close by

    Dökk skýin nálguðust okkur óðfluga Dark clouds where close by

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Ingólfsfjall

    Ingólfsfjall

  • Hrossin voru ekki hrifin af nærveru minni
The horses did not want me to photograph them

    Hrossin voru ekki hrifin af nærveru minni The horses did not want me to photograph them

  • Enn einn áveituskurðurinn
Another irrigation ditch

    Enn einn áveituskurðurinn Another irrigation ditch

  • Enn einn áveituskurðurinn
Another irrigation ditch

    Enn einn áveituskurðurinn Another irrigation ditch

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Grétar og Eilífur

    Grétar og Eilífur

  • Untitled photo
  • Anna aðstoðar Eilíf

    Anna aðstoðar Eilíf

  • Untitled photo
  • Hópurinn speglast í sólgleraugunum

    Hópurinn speglast í sólgleraugunum

  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2021 SmugMug, Inc.
    Horft eftir veginum, hópurinn mjakast áfram.
The group moving along the road.
    Ingólfsfjall
    Að baki okkur var dimmt
The sky was getting dark behind us