Óseyrarbrú - Selfoss
Sunnudaginn 24. febrúar 2008 fór ég með Útivist í göngu frá Óseyrarbrú að Selfossi. Að vísu fór rútan með okkur nokkuð lengra áleiðis en planað var. Leiðin var skemmtileg, við fórum meðfram girðingum, áveituskurðum og milli tjarna. Fórum yfir og undir gaddavírs- og rafmagnsgirðinar. Við Hreiðurborg var gert hádegisverðarhlé og svo var haldið áfram og leiðin þrædd milli tjarna í leit að flugvelli Breta frá seinna stríði. Hann mun vera í Kaldaðarnesi. Við töldum okkur finna flugbraut og löbbuðum eftir henni endilangri. Þó voru ekki allir trúaðir á að við værum á alvöru flugbraut. Þegar Ragnar fararstjóri var kominn heim náði hann í leiðina úr GPS-tækinu og bara saman við kort - við höfðum labbað eftir þjónustubraut sem lá meðfram flugbrautinni sjálfri, það hefur munað nokkur hundruð metrum. Við settum því næst stefnuna að þjóðvegi 316 og héldum eftir honum smá spöl. Þegar vegurinn beygði í austur héldum við í norður að Ölfusánni og gengum með henni smáspöl og fórum svo að flugvellinum á Sandvíkurheiði. Þar löbbuðum við eftir flugbrautinni og fórum í "chicken" við flugvél sem vildi fara á loft. Við flugstöðina beið Sæmundur eftir okkur og eftir smá teygjur var haldið af stað heim.
Við gengum 16,8 kílómetra á sex og hálfri klukkustund. Fararstjóri var Ragnar Jóhannesson og það rigndi ekki í ferðinni, frekar en í öðrum ferðum sem hann fer fyrir.
Read MoreVið gengum 16,8 kílómetra á sex og hálfri klukkustund. Fararstjóri var Ragnar Jóhannesson og það rigndi ekki í ferðinni, frekar en í öðrum ferðum sem hann fer fyrir.