Ölver-Grjóteyri
Ég fór með Útivist í dagsferð 22. apríl. Farið frá sumarbúðunum í Ölveri í Melasveit yfir á Grjóteyri. Þetta var mjög skemmtileg ganga. Veðrið var leiðinlegt í fyrstu, en samkvæmt fararstjóranum var ekki rigning. Leðin lá um dali austan Hafnarfjalls. Við gengum upp í hlíðar Blákolls og komust þar á slóða sem liggur inn eftir Hafnardal að Dalamótatjörn. Svo tekur við Grjóteyrardalur og liggur leðin í hlíðum Tungukolls. Það var á brattann að sækja í upphafi ferðar og tók það nokkuð á. Svo var þetta bara nokkuð létt, stundum erfið eða óljós leið en þá var bara að elta næsta skó. Það fór að rofa til eftir því leið á. Hópurinn skiptist í tvennt eftir að við fórum frá Dalamótatjörn. Hluti hópsins kaus að halda sig vinstra megin í dalnum en við hin vorum hægra megin. Eftir því sem við nálguðumst leiðarenda fóru þeir vinstra megin að færa sig til hægri og enduðu rétt hægra megin við ánna, við sem vorum hægra megin komum til móts við þau. Einn ferðalanga slasaði sig örlítið.
Vegalengd 13,6 km. Hækkun 313 m. Göngutími 5 klst. og 30 mín.
Fararstjóri Ragnar "það rignir ekki þegar ég er fararstjóri" Jóhannesson.
Read More