gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivist
  2. Utivist 2007-2011

Fagradalsfjall

Sunnudaginn 21. október fór ég með Útivist á Fagradalsfjall. Við vorum ekki nema 9 sem mættum en ákváðum að kaupa saman tíunda miðann svo það yrði rúta. Rútan skilaði okkur út við Slögu og við lögðum hratt af stað og vorum næstum farin fram hjá drykkjarsteininum án þess að taka eftir honum. Við fórum upp á Fagradalsfjall eftir að hafa labbað Nátthaga. Þegar upp fyrsta hjallinn var komið tvístraðist hópurinn, um helmingur ákvað að fara upp á Stóra-hrút og fengu þar á sig grenjandi rigningu. Þegar niður af hrútnum stóra var komið leituðum við að fyrsta flugvélaflakinu án árangurs. Við lögðum þá af stað í átt að Langhól og fundum þar flak númer 2 í hlíðum hans. Upp á Langhól ringdi aðeins. Næst héldum að þriðja flakinu og fundu það. Þá var haldið niður á veg og Grétar fararstjóri "stróbaði" rútuna til að fá hana til að ná í okkur á réttann stað.
Read More
  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2023 SmugMug, Inc.
    DSC_0109_edited-1.jpg
    DSC_0111_edited-1.jpg