Fimmvörðuháls - Jónsmessunæturganga 2009
Ég fór sem einn af aðstoðarfararstjórunum í Jónsmessunæturgöngu yfir Fimmvörðuháls í júní. Það var myndarlegur hópur sem gekk frá Skógum yfir Fimmvörðuháls í Bása í Goðalandi. Ganga hófst á föstudagskvöldi og við vorum komin niður snemma á laugardagskvöldi. Þá tók við smá svefn þar til síðdegis. Fararstjórar reistu tjald, grilluðu og framreiddu mat ofan í allan hópinn. Þetta var góð ferð. Ég fór svo til baka upp á Fimmvörðuháls á sunnudaegi til að hitta Uwe skálavörð og gisti í skálanum. Vaknaði svo snemma á mánudegi og gekk niður í Skóga til að ná morgunrútunni heim.
Read More