Glymur
Sunnudaginn 14. október mætti ég á BSÍ til að labba Þrándstaðarfjall frá Hvalfirði yfir að Þingvöllum. Því miður voru við ekki nógu mörg til að boðið væri upp á rútuferð. Við ákváðum þess í stað að fara í Hvalfjörð, labba að Glym og smá hring þar um slóðir. Við sluppum að mestu við rigninguna, þó svo það væri skýjað og dimmt yfir megnið af göngunni.
Read More