Grímannsfell
Á Grímannsfellið fór ég með Útivist sunnudaginn 28. október. Við hófum gönguna við Gljúfrastein og skoðuðum sundlaugina hans Halldórs. Þaðan löbbuðum við eftir ánni upp að Helgufossi. Þar fór ég í maí með Ferðafélaginu í morgungöngu. Við héldum svo áfram upp með ánni - kíktum á rústir að Bringum og leituðum svo að steinum til að stikla yfir ánna. Þegar yfir var komið fundum við okkur ágætist stað til matast. Svo var stefnan sett beint upp á Stórhól. Uppi fórum á mili nokkurra hóla svo það væri nú tryggt að við gætum krossað í Bókina. Næst fórum við á Hjálm og svo á Kollhól og áðum þar. Eftir að hafa matast héldum við eilítið til baka og svo niður eftir Torfdalshrygg að Borgarvatni. Þar var fararstjórinn búinn að vara okkur við illfærri girðingu og áttum við von á miklu ævintýri við að komast yfir eða undir hana. Þegar á reyndi lá girðingin ógurlega á jörðinni og var lítið verk að komast yfir hana. Við fórum yfir á þar sem áður var myllustífla fyrir Álafossverksmiðjuna. Svo var stefnan sett í suður að vegarslóða þar sem rútan náði í okkur.
Read More