gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivist
  2. Utivist 2007-2011

Högnhöfði

Sunnudaginn 16. september fór ég með Útivist á Högnhöfða. Þegar rútan kom á Laugarvatn var ljóst að snjóað hafði meira en fararstjórinn hugði. Ferðinni hafði verið heitið upp úr Miðdal eftir Hlöðuvallavegi inn á Rótarsand og byrja gönguna nálægt Stokki. Ekki var hægt að fara á rútunni upp brekkuna og því ákveðið að hefja gönguna í Miðhúsaskógi. Ákveðið var að labba upp í Brúarárskörð. Við stoppuðum á leiðinni við Kálfárfoss. Upp í Brúarárskörðum mátti sjá lækina spretta fram úr berginu. Við vorum náttúrlega næstum því komin alla leið og héldum áfram upp á Högnhöfða. Útsýnið þaðan er gott. Við fórum svo sömu leið til baka. Grétar tók hópmynd á Högnhöfða. Ganga var 25,6 kílómetrar sem við gengum á tæpum tíu tímum, hækkunin var 850 metrar. Vegalengd og tími voru í efri mörkum áætlunar, en hækkun tvöfalt hærri - góður bónus þar.
Read More
  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2023 SmugMug, Inc.
    DSC_0071_edited-1.jpg
    Högnhöfði
    Brúarárskörð