Hekla
Ég fór fyrsta dag júlímánaðar 2007 á Heklu með Útivist. Hekla lofaði góðu þegar við hófum gönguna, en eftir því sem ofar dró var nálgaðist þoka sem að lokum huldi fjallstoppinn. Veðrið var að öðru leiti gott og ágætt til göngu. Hópurinn var nokkuð fjölmennur, Sæmundur þurfti að skipta um rútu áður en ferðist hófst, því upprunalega rútan var of lítil. Á leiðinn heim brotnaði jafnvægisstöngin á rútunni og varð hún nokkuð svög á leiðinni. Ragnheiður rútustjóri taldi enga hættu á ferð og að þetta myndi lagast um leið og þjóðvegi 1 væri náð, sem reyndist vera rétt.
GPS tækið sagði leiðina hafa verið 15,8 kílómetra og að hækkunin hefði verið 986 metrar. Þetta röltum við á sex og hálfum tíma. Fararstjóri var Leifur Hákonarson
Read More