gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivist
  2. Utivist 2007-2011

Hrútaborg

Sunnudaginn 10. júní fór ég með Útivist á Hrútaborg í Hnappadal. Upprunaleg áætlun hljóðaði upp á Einhyrning, en ófært var yfir Markarfljót. Gangan var mjög góð, mikil hækkun og svolítið príl að komast á toppinn. Við fórum upp úr Hrútadalnum upp á hrygg milli Hrútaborgar og Tröllakirkju á Kolbeinsstaðafjalli. Þegar ofar dró sökk maður sum staðar í drulluna, enda stutt síðan snjóa leysti. Við gengum meðfram austurhlíð Hrútarborgar áður en við komum að skarði í hamrinum sem við príluðum upp. Það var mjög bratt og nokkuð um laust grjót. Framan af var útsýni lítið, þoka var yfir öllu. Eftir að upp var komið hreyfði þokan sig fyrir okkur og opnaði glufur hér og þar. Eftir að hafa áð á borginni var haldið niður í Kaldárdal. Við fylgdum Kaldánni niður dalinn og stoppuðum á leiðinni og lögðumst í sólbað. Hefðum eflaust legið lengi ef Sæmundur hefði ekki verið að bíða eftir okkur.

Göngutúrinn var 14,4 kílómetrar og tók okkur tæpar 7 klukkustundir, enda vorum við dugleg að stoppa og fara í sólbað. Samkvæmt GPS tækinu var það mest í 825 metrum og var hækkunin 725 metrar. Ég var sæll og glaður með ferðina, enda mesta hækkunin á árinu. Ég var samt töluvert sólbrunninn eftir sólböðin.
Read More
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Haldið upp og stefnan sett á ehh ... þokuna

    Haldið upp og stefnan sett á ehh ... þokuna

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Skyggnið var ekki upp á hið besta framan af

    Skyggnið var ekki upp á hið besta framan af

  • Áð í þokuslæðunni

    Áð í þokuslæðunni

  • Nú sást aðeins í Hrútaborgina

    Nú sást aðeins í Hrútaborgina

  • Nú sést vel í Hrútaborgina

    Nú sést vel í Hrútaborgina

  • Komin upp á Hrútaborgina og skyggnumst í gegnum þokuna

    Komin upp á Hrútaborgina og skyggnumst í gegnum þokuna

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Leiðin niður

    Leiðin niður

  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2021 SmugMug, Inc.
    DSC_0035 035_edited-1.jpg
    DSC_0051 051_edited-1.jpg
    DSC_0052 052_edited-1.jpg