Hvítanes - Botnsdalur (H3)
Ég fór með Útivist þriðju gönguna í Hvalfirðinum 1. mars 2009. Við hófum göngu í Hvammsvik, ekki langt frá þeim stað sem fyrstu göngu lauk. Héldum upp á gamla veginn og að Staupastein sem er steinn sem er að missa undirstöðu sína. Við löbbuðum eftir gamla veginum eftir því sem mögulegt var, en fórum niður á Hvítanes og skoðuðum rústir þar frá tíma hernámsins. Þar var fyrst herstöð breta og svo bandaríkjamanna, skipalægi var svo fyrir við nesið og í firðinum voru kafbátagirðingar og tundurdufl. Við áðum við Fossá og aftur undir Rjúpnahjalli. Við hittum Sæmund og rútuna aftur við gamla Botnsskála
Við gengum 15,4 kílómetra á rúmum 5 klukkutímum.
Read MoreVið gengum 15,4 kílómetra á rúmum 5 klukkutímum.