Jónsmessunæturganga á Fimmvörðuháls 2007
Föstudaginn 22. júní fór ég í Jónsmessunæturgöngu Útivistar yfir Fimmvörðuháls. Við lögðum af stað úr bænum upp úr 20.00 og keyrðum að Skógafossi, með pissustoppi á Hvolsvelli. Frá Skógafossi var labbað af stað upp úr 23.00 í fylgd frábærra fararstjóra Útivistar. Farið var hægt en örugglega. Við vaðið rétt fyrir þrjú, þar sem nú er brú, gengum við fram á tjald þar sem Útivist bauð upp á heitt kakó, flatbrauð með hangikjöti og kleinu. Þar voru einnig ferðasalerni. Áfram var svo haldið að Baldvinsskála þar sem við vorum um 4.15. Við skálann bauð Útivist upp á kjötsúpu og samloku. Úrvalsveitingar þar á ferð. Frá Baldvinsskála tók við smá snjóbrekka niður á við og svo tók hálsinn við. Þar fórum við yfir 1000 metrana þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í sex. Klukkutíma seinna fórum við niður Bröttufönn, sumir tóku þann kostinn að renna sér niður á rassinum. Þá var komið að Heljarkambi og myndaðist biðröð þar, því við þurftum að feta okkur eftir einstigi og halda okkur í keðju. Upp á Morinsheiðinni var sett stefnan á Heiðarhornið og stoppað og áð. Þar fengum við freyðivín sem fararstjórarnir höfðu borið á bakinu. Eftir að hafa nært okkur var gefið frelsi til að fara síðasta spölinn á eigin hraða.
Þegar niður í Bása var komið dreif ég mig í að koma upp tjaldinu og reyndi að sofa. Á laugardagskvöldinu framreiddu stjörnukokkar Útivistar grilluð lambalæri og voru snöggir að afgreiða þessi 200-300 manns sem voru samankomin í Básum. Eftir matinn rölti ég að Álfakirkju og tók nokkrar myndir. Svo hélt ég til baka og settist við brennuna. Á sunnudeginum var haldið heim með viðkomu við Seljalandsfoss.
Leiðin var 24,3 kílómetrar og gengum við hana á tíu og hálfri klukkustund. Veðrið var fínt og ágætt til göngu. Hækkun var rúmlega 1000 metrar.
Read MoreÞegar niður í Bása var komið dreif ég mig í að koma upp tjaldinu og reyndi að sofa. Á laugardagskvöldinu framreiddu stjörnukokkar Útivistar grilluð lambalæri og voru snöggir að afgreiða þessi 200-300 manns sem voru samankomin í Básum. Eftir matinn rölti ég að Álfakirkju og tók nokkrar myndir. Svo hélt ég til baka og settist við brennuna. Á sunnudeginum var haldið heim með viðkomu við Seljalandsfoss.
Leiðin var 24,3 kílómetrar og gengum við hana á tíu og hálfri klukkustund. Veðrið var fínt og ágætt til göngu. Hækkun var rúmlega 1000 metrar.