Jónsmessunæturganga á Fimmvörðuháls 2008
Ég fór sem aðstoðarfararstjóri í Jónsmessunæturgöngu Útivistar yfir Fimmvörðuháls 20. júní. Þetta var um 100 manna hópur sem fór yfir í þessu holi. Þetta var hol númer tvö af þremur. Gangan gekk vel. Við héldum af stað úr bænum um 18, biðum lengi í umferðarteppu við Hveragerði og byrjuðum að ganga kl. 21.10. Við brúnna vorum við kl. 00.30 og í Baldvinsskála kl. 2.17. Við héldum yfir Heljarkamb kl. 5.00 og vorum á Heiðarhorninu kl 5.30, en eftir áningu þar var gefið frelsi á hópinn. Ég var kominn í Bása kl. 7.46.
Alls gengum við 23,9 kílómetra á tíu og hálfri klukkustund. Hækkun um 1.000 metrar.
Read MoreAlls gengum við 23,9 kílómetra á tíu og hálfri klukkustund. Hækkun um 1.000 metrar.