Kálfstindar
Dagsferðin hjá Útivist 29. júlí var upp á Kálfstinda. Veðrið var ágætt til göngu, þó var þoka upp á tindinum og útsýni því lítið og þegar við áttum stutt eftir í rútuna fór að rigna á okkur. Gangan upp var auðfarinn þangað til að tindinum kom. Þetta var nokkuð bratt og laust í sér á leið upp tindinn sjálfann. Tvisvar fóru að stað nokkuð vænir steinar sem hefðu auðveldlega valdið miklum meiðslum hefðu þeir lent á einhverjum göngugarpinum. Niðurleiðin var mun meira skipulögð. Fyrirmæli fararstjóra var að við ættum að halda okkur mun þéttar saman og fórum við fimm og fimm niður saman. Við áðum í Flosaskarði og héldum svo niður austan megin við skarðið, en komum upp vestan megin. Það ringdi á okkur síðasta rúma kílómetrann, en þá var bara að fara í regnfötin og spretta úr spori.
Þetta reyndust vera 11,1 kílómetri sem við fórum á fimm og hálfum tíma. Hækkun var 560 metrar.
Read MoreÞetta reyndust vera 11,1 kílómetri sem við fórum á fimm og hálfum tíma. Hækkun var 560 metrar.