Keilir
Ég fór með Útivist á Keili 25. mars 2007. Keilir er áberandi fjall á Reykjanesskaga sem sést víða að. Fyrsta ferð Útivistar var á fjallið og á hverju ári er farið í afmælisgöngu á það. Gengið var frá Höskuldarvöllum yfir hraunið að fjallinu. Vegalengd 8,4 km. Hækkun 200 m. Göngutími 3 klst.
Það var rigning og rok alla leiðina. Ég rennblotnaði í gegn og fór og keypti mér regnbuxur fyrir næstu ferð. En þetta var hin besta skemmtun.
Fararstjóri var María Berglind Þráinsdóttir.
Read MoreÞað var rigning og rok alla leiðina. Ég rennblotnaði í gegn og fór og keypti mér regnbuxur fyrir næstu ferð. En þetta var hin besta skemmtun.
Fararstjóri var María Berglind Þráinsdóttir.