Keilir mars 2008
Þann 24. mars fór ég með Útivist á Keili. Var um að ræða hina árlegu afmælisferð, en Keilir var fyrsta fjallið sem Útivist fór á eftir stofnun þess. Veðrið var heldur betra en í fyrra. Þurrt og sæmilega gott til göngu. Við byrjuðum reyndar á að koma við á Vífilsstöðum til að ná í heita súkkulaðið (nb. ekki heitt kakó) og skoðuðum þar skálavarðahúsið sem er í smíðum. Leiðin lá svo á Höskuldarvelli þar sem gangan hófst. Það gekk sæmilega að komast upp og niður og fram og til baka. Við vorum heldur fljótari í för og þurftum að bíða lítið eitt eftir rútunni. Þá var boðið upp á heitt súkkulaði, lagköku og dökkar og ljósar pönsur. Fínasta veisla. Næst lá svo leiðin að Lambafelli og gengum við upp Lambafellsgjá sem var mjög tilkomumikið.
Alls voru gengnir 11,2 kílómetrar á um fjórum klukkustundum.
Read More