Klukkuskarð 9. september 2007
Ég mætti klukkan átta á BSÍ 9. september til að fara í göngu með Útivist. Að þessu sinni á gengum við frá Þingvöllum að Laugarvatni. Við byrjuðum rétt hjá Bolabás og fórum beint í vestur inn í Þjófahraun um Tindaskagaheiði. Við tókum smá krók upp í Klukkuskarð og skoðuðum okkur um þar. Þar tók á móti okkur rigning sem fylgdi okkur alveg þar til við sáum niður að Hjálmstöðum. Þegar við fórum frá Klukkuskarði lá leiðið norður við Hrossabrúnir að Ásum og niður að Hjálmstöðum. Gönguleiðin er fjölbreytt, mikið um mosavaxið hraun. Við þurftum bæði í upphafi og lok göngu að troða okkur í gegnum kjarr og lentum í því að þurfa að snúa frá og reyna nýja leið. En þar á milli voru gróðurlitlir dalir og skörð milli fjalla þar sem labbað var á sandi.
Vegalengdin reyndist vera 26,5 km. Hækkun 420 m. Göngutími níu og hálf klukkustund. GPS-tækið mitt hagaði sér stórundarlega þegar við vorum að koma niður að Hjálmstöðum og punkturinn var á fleygiferð yfir allann dalinn. Sagði tækið okkur hafa farið 170 kílómetra í þessari ferð, en ég hreinsaði trakkið þegar heim var komið.
Read MoreVegalengdin reyndist vera 26,5 km. Hækkun 420 m. Göngutími níu og hálf klukkustund. GPS-tækið mitt hagaði sér stórundarlega þegar við vorum að koma niður að Hjálmstöðum og punkturinn var á fleygiferð yfir allann dalinn. Sagði tækið okkur hafa farið 170 kílómetra í þessari ferð, en ég hreinsaði trakkið þegar heim var komið.