Krýsuvíkurbjarg
Ég skellti mér á Krýsuvíkurbjarg með Útivist sunnudaginn 6. maí. Fyrst var farið eftir Vestarilæk niður að Fitjum og rústir gamla bæjarins skoðaðar. Síðan var gengið upp á bjargið og gamla fjárhúsið tekið út. Við gengum eilítið lengra og áðum á bjargbrúninni. Við gengum svo eftir bjarginu og leituðum að fuglum. Stoppuðum aðeins við vitann. Við tókum svo seinna kaffi stuttu seinna og settum svo stefnuna upp á veg. Gönguleiðin var mjög auðfarin. Veðrið var mjög gott, svolítið skýjað en bjart og heitt. Gönguleiðin var 13,1 km og tók tæplega 5 tíma.
Fararstjóri var Gunnar Hólm Hjálmarsson.
Read MoreFararstjóri var Gunnar Hólm Hjálmarsson.