gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivist
  2. Utivist 2007-2011

Leggjabrjótur

Laugardaginn 16. júní fór ég Leggjabrjót með Útivist. Lagt var af stað kl. 20.00 (átta að kveldi) frá BSÍ. Sæmundur fór með okkur á Þingvelli þar sem uppganga hófst, um 21.15. Sautjándi júní rann svo upp eftir 6,3 kílómetra göngu og Pétur kallaði yfir hópinn "Hæ hó, jibbíjæ, jibbijei, það er kominn sautjándi júní". Að sjálfsögðu var grenjandi rigning á þeirri stund. Veðrið var ekki alveg það besta. Þoka framan af, skúrir bleyta og leiðinlegt. En eftir því sem leið á sautjánda þá varð veðrið skárra, þokkunni létti, rigningin hvarf og það birti til. Hópurinn var fjölmennur, tvær stórar rútur. Ferðin gekk vel. Á Leggjabrjót var þokan mest og fararstjórar stöðvuðu gönguna þegar ein varðan reyndist stórt grjót. Á meðan fararstjórarnir báru saman bækur sínar, kort og GPS tæki létti þokunni skyndilega og við blasti við ágætis útsýni yfir að Sandvatni. Ferðin var hin ánægjulegasta, ég prófaði nýjan bakpoka og var sæll og glaður hvað bakið á mér var þurrt. Þegar upp í rútu var komið var maður hálfsofandi, ég var kominn heim til mín um sexleitið þann 17. júní, fór í sturtu og svo upp í rúm!!! Ég gekk 18,1 kílómetra á rúmum sex og hálfum tíma. Er ég nú búinn að labba 105 klukkustundir það sem af er ári með Útivist og Ferðafélagi Ísland. Hækkunin var 340 metrar.
Read More
  • Leiðin séð í Google Earth

    Leiðin séð í Google Earth

  • Hæðarferillinn samkvæmt GPS tækinu. Hækkunin var 340 metrar

    Hæðarferillinn samkvæmt GPS tækinu. Hækkunin var 340 metrar

  • Hópurinn var fjölmennur sem hélt á Leggjabrjót

    Hópurinn var fjölmennur sem hélt á Leggjabrjót

  • Untitled photo
  • Pétur var einn af fararstjórunum

    Pétur var einn af fararstjórunum

  • Hópurinn mjakast yfir fyrsta vaðið

    Hópurinn mjakast yfir fyrsta vaðið

  • Hópurinn þjappar sér

    Hópurinn þjappar sér

  • Aftur þurfti að hoppa yfir sprænu

    Aftur þurfti að hoppa yfir sprænu

  • Untitled photo
  • Enn lækurinn sem hoppa þurfti yfir

    Enn lækurinn sem hoppa þurfti yfir

  • Hópurinn mjakast áfram í þokunni

    Hópurinn mjakast áfram í þokunni

  • Foss í Öxará

    Foss í Öxará

  • Við Myrkravatn

    Við Myrkravatn

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Brynjudalur

    Brynjudalur

  • Hér sést glitta í Glym

    Hér sést glitta í Glym

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2023 SmugMug, Inc.