Leggjabrjótur - næturganga 2009
Ég fór sem aðstoðarfararstjóri í næturgöngu Útivistar yfir Leggjarbrjót. Gangan hófst 21.10 að kvöldi þess 16. júní. Við stikuðum yfir á í Hrútagili og svo meðfram gilinu. Framhjá Orustuhól og inn Öxarárdal. Við áðum við nafnlausann foss í Öxará og héldum svo að Myrkavatni, en það er smá útidúr. Eftir að hafa stoppað þar stutta stund héldum við upp á hinn eiginlega Leggjabrjót. Þar héldum svo niður að Biskupskeldu, sem áður var illfær en var brúuð með grjóti og möl. Við héldum svo austur fyrir Sandvatn og upp á Sandhrygg, sem tengir saman Botnssúlur og Múlafjall. Leiðin lá svo niður meðfram Hvalskarðánni niður í Botnsdal, en þangað vorum við komin kl. 4.11 þann 17. júní.
Read More