gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivist
  2. Utivist 2007-2011

Ljósufjöll

Dagsferðin 12. ágúst hjá Útivist var á Ljósufjöll. Veðrið var fínt, nema það var mikil þoka á toppunum. Gangan hófst við Borg og var farið yfir Snæfellsnesið niður í Álftafjörð. Við fórum upp á 3 toppa, Grána (1001), Bleik (1039) og Miðtind (1063). Leiðin upp var að mestu leiti í góðu lagi, það var labbað töluvert á grjóti sem getur verið leiðinlegt. Á Miðtindi prófaði ég danska pásu, "danish break" - þ.e. ég datt á rassinn, tindurinn er mjög laus í sér og fyllsta ástæða til að fara varlega. Smá klifur var á leiðinn niður Miðtind og á leiðinni niður í Álftafjörð var snjór sem þurfti að fara yfir. Margir flottir fossar voru á leiðinni, bæði sunnan og norðan meginn.

Við löbbuðum 16,7 kílómetra á rúmlega 8 klukkustundum. Hækkunin var rétt um 1.000 metrar. Fararstjóri var María Berglind Þráinsdóttir.
Read More
  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2022 SmugMug, Inc.
    Beinn og breiður vegur í Álftafjörðinn
    DSC_0064_edited-1.jpg
    DSC_0064_edited-1.jpg