Móskarðahnúkur - Trana
Laugardaginn 12. maí fór ég með Útivist upp á Móskarðahnúk. Við gengum frá Möðruvöllum í Kjós. Fyrst var haldið upp á Möðruvallaháls og farið eftir honum upp á Trönu. Af Trönu var farið eilítið niður á við en svo haldið upp á Móskarðahnúk (þann austasta). Eftir að hafa áð þar var haldið niður í lægðina við Trönu og svo farið niður snjó í Norðurárdal og svo Eyjadal að Söndum þar sem Sæmundur beið okkar. Veðrið var ágætt, þó var þoka og lítið skyggni.
Við gengum 14,5 kílómetra á tæpum sjö og hálfum klukkutíma.
Read MoreVið gengum 14,5 kílómetra á tæpum sjö og hálfum klukkutíma.