Nesjavellir
Ég fór með Útivist um Nesjavelli 3. júní 2007. Ég hafði skráð mig í Eyjafjallajökulsferð á laugardeginum en henni var aflýst vegna afbókana :( Við vorum nokkur í sunnudagsferðinni sem höfðum ætlað á Eyjafjallajökul og ekki hætt við sjálf.
Það var ætlunin að fara upp á Nesjavallaskyggni en þar var þoka :( Við létum það ekki á okkur fá og þrömmuðum um svæðið. Veðrið var skítsæmilegt framan af en svo fór að rigna og hvessa en það var bara bónus ;)
Ferðin var 13 kílómetrar og tók tæpa 5 tíma. Fararstjóri var Pétur J. Jónasson.
Read MoreÞað var ætlunin að fara upp á Nesjavallaskyggni en þar var þoka :( Við létum það ekki á okkur fá og þrömmuðum um svæðið. Veðrið var skítsæmilegt framan af en svo fór að rigna og hvessa en það var bara bónus ;)
Ferðin var 13 kílómetrar og tók tæpa 5 tíma. Fararstjóri var Pétur J. Jónasson.