Reykjanestá - Staðarhverfi
Þann 2. mars fór ég með Útivist í fyrsta hluta raðgöngunar "Langleiðin". Við ætluðum að ganga frá Reykjanestá að Grindavík en vegna veðurs var ákveðið að fara öfuga leið. Við hófum göngu í Staðarhverfi og gengum átta kílómetra eftir þjóðvegi 425. Við höfðum ætlað að Brimkatlinum, en ákváðum að sleppa því í þetta sinn. Við beygðum hins vegar af þjóðveginum inn á slóða í átt að Gunnuhver. Veðrið var enn leiðinlegt og ekki fórum við alla leið að Gunnuhvernum. Við héldum upp á þjóðveginn aftur og gengum eftir honum þar til við mættum Sæmundi á rútunni.
Við gengum alls 10,4 kílómetra á tveimur og hálfum tíma.
Read MoreVið gengum alls 10,4 kílómetra á tveimur og hálfum tíma.