Síldarmannagötur
Það voru 40 manns sem gengu Síldarmannagötu í sunnudagsgöngu Útivistar 4. september 2011. Veðrið var dásamlegt. Gangan hófst við Brunná í Hvalfirði og var farið upp Síldarmannabrekku í gegnum Reiðskarð. Hópurinn kom niður í Skorradal hjá Vatnshorni, þaðan var haldið áfram að Fitjum. Nokkrir göngumanna óðu Fitjaá, fótum sínum til ánægju.
Read More