gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivist
  2. Utivist 2007-2011

Sandhóll - Stóri-Hellir

Sunnudaginn 9. mars mætti ég galvaskur niður á BSÍ. Ég ætlaði í gönguferð með Útivist, annan hluta raðgöngunnar Ölfus-Sog. Það voru fáir í biðsalnum hjá BSÍ. Við náðum ekki 10 manna lágmarkinu og var formlegri ferð aflýst. Við röðuðum okkur engu að síður í tvo einkabíla og héldum austur eftir. Hópnum var skutlað út við Sandhól og héldum við af stað þaðan. Bílstjórarnir fóru með bílana á Selfoss þar sem þeir þriðji bíllinn beið. Tveir bílar voru svo skildir eftir. Við gengum eftir þjóðvegi 375 niður að Ölfusá. Þaðan gengum við upp eftir ánni, stoppuðum í Ferjunesi og fengum okkur nesti. Við fórum yfir allnokkrar snjóbrýr til að komast yfir áveituskurði og fórum framhjá illalyktandi svínabúi áður en við héldum upp á Árbæjarveg. Við réðum ráðum okkar á Olís-stöðinni á Selfossi og ákváðum svo að halda í Stóra-Helli. Héldum svo til baka að Olís-stöðinni og keyrðum heim. Við fórum því ekki alla leið að Þrastalundi eins og planað var.

Við gengum 19,3 kílómetra á sex og hálfri klukkustund.
Read More
  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2021 SmugMug, Inc.
    DSC_0172_edited-1.jpg
    DSC_0177_edited-1.jpg
    DSC_0180_edited-1.jpg