Skjaldbreiður
Ég fór með Útivist á Skjaldbreið 30. ágúst. Þátttakan í ferðinni var framar vonum, 56 göngumenn með tveimur fararstjórum. Sæmundur brást skjótt við og reddaði öðrum bílstjóra þegar ljóst var að ein rúta dygði ekki. Við ókum að gíghólnum Hrauk og gengum þaðan að gíg fjallsins. Það voru 4,6 kílómetrar á tveimur tímum. Við gengum svo austur eftir gígbarminum og fengum flott útsýni yfir Hlöðufellið. Samkvæmt áætlun átti að labba að Hlöðufelli en þar sem ljóst var að önnur rútan kæmist þá leið ekki var ákveðið að halda í norðvestura af fjallnum, niður á veginn aftur. Þar biðum við svolitla stund eftir rútunum.
Við gengum alls 11,9 kílómetra á fimm og hálfum tíma.Hækkunin var 530 metrar.
Read MoreVið gengum alls 11,9 kílómetra á fimm og hálfum tíma.Hækkunin var 530 metrar.