gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivist
  2. Utivist 2007-2011

Strútsstígur júlí 2008

Ég fór Strútsstíginn sem fararstjóri fyrir Útivist dagana 3.-6. júlí. Á fyrsta degi var gengið frá Hólaskjóli að Álftavötnum. Við fengum þau skilaboð frá Hákoni trússari að mikið væri í Syðri-Ófæru og fórum upp í Axlir og forðuðust hið hefðbundna vað. Í staðinn átti að fara yfir hraunbrúnna rétt við skálann. Þegar þangað var komið var brúin á kafi og brá Hákon á það ráð að ferja okkur yfir ánna á jeppanum sínum, upplifðum við það hvernig er að vera sardína í dós. Hákon fór með okkur í tveimur ferðum, þ.e. allt trúss, dagspoka og 13 göngumenn. Gekk þetta allt ágætlega en gangan lengdist þó töluvert, varð tæpir 10 kílómetrar í stað 6-7. Þegar í Álftavötn var komið skálinn kynntur og kvöldmatur eldaður. Svo var farið í smá kvöldgöngu og leitað að óðinshönum og öðrum fuglum.
Read More
  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2023 SmugMug, Inc.
    DSC_0148_edited-1.jpg
    Í Markarfljótsgljúfrum
    Hópurinn horfi á gljúfur Markarfljóts