Strútsstígur júlí 2009
Ég fór sem fararstjóri fyrir Útivist eftir Strútsstígnum 2.-5. júlí. Í þetta skiptið var farin öfug leið, þ.e. byrjað við Hvanngil og haldið í Hólaskjól. Við fórum úr rútunni við göngubrúnna yfir Kaldaklofskvísl og komum farangri á trússarann, Hákon. Við gengum á Hvanngilshnausa, norður fyrir Einstigsfjall, yfir Kaldaklofskvíslar að Slysaöldu. Við héldum svo yfir Mælifellssandinn, inn Hrútagil og yfir Veðurhálsinn í Strútsskála. Fyrst um sinn var ágætisveður, en þegar komið var niður af Hvanngilshnausum lendum við í sandfjúki og þegar við nálguðumst skálann tók að rigna á okkur. Það var því gott að komast í heitann skálann og elda sér mat. Við gengum 17,2 km á rúmum sjö klukkustundum.
Á öðrum degi var haldið frá Strútsskála í Álftavötn. Við fórum yfir Skófluklif og virtum fyrir okkur Hrútagil áður við gengum niður í Hólmsárbotna. Við fylgdum svo Hólmsá upp að Strútsslaug og fórum í bað þar og snæddum nesti, alltaf ljúft. Tæplega klukkutíma stopp. Við héldum svo fyrir Laugarháls og hittum Syðri-Ófæru við mynni Ófærudals. Við hittum einnig Jón Karl fararstjóra með hóp sem kom á móti okkur. Það var svo gengið í norðurhlíðum Svartahnúksfjalla og farið yfir snjó í giljum. Við borðuðum nesti í Eldgjá og höfðum útsýni yfir fallegann foss. Um leið og komið var niður í mosann þá tókum við skónna undan okkur og gengum berfætt í mosanum. Við skálann í Álftavötnum hittum við trússarann okkar, hann Hákon, sem hafði hitað skálann vel upp fyrir okkur. Við gengum alls 21,6 km á rúmum ellefu klukkustundum. Veðrið var gott allan daginn.
Á þriðja degi var rigning um morguninn og við tókum það rólega, flestir sváfu vel út, enda löng ganga daginn áður. Við héldum af stað um hádegi í þoku. Útsýnið var lítið en veðrið gott gönguveður. Vel gekk að vaða yfir Syðri-Ófæru, en maður hafði ekki tilfinngu fyrir því að vera í þröngu skarði. Við fylgdum svo Syðri-Ófæru, stoppuðum og horfðum á rollur og rjúpur.Við áttum góða stund við Litla-Gullfoss eða Silfurfoss áður við komum í Hólaskjól. Við gengum 6,9 km á rúmum þremur klukkustundum.
Á fjórða degi fórum við með rútunni í bæinn eftir smá morgungöngu.
Read MoreÁ öðrum degi var haldið frá Strútsskála í Álftavötn. Við fórum yfir Skófluklif og virtum fyrir okkur Hrútagil áður við gengum niður í Hólmsárbotna. Við fylgdum svo Hólmsá upp að Strútsslaug og fórum í bað þar og snæddum nesti, alltaf ljúft. Tæplega klukkutíma stopp. Við héldum svo fyrir Laugarháls og hittum Syðri-Ófæru við mynni Ófærudals. Við hittum einnig Jón Karl fararstjóra með hóp sem kom á móti okkur. Það var svo gengið í norðurhlíðum Svartahnúksfjalla og farið yfir snjó í giljum. Við borðuðum nesti í Eldgjá og höfðum útsýni yfir fallegann foss. Um leið og komið var niður í mosann þá tókum við skónna undan okkur og gengum berfætt í mosanum. Við skálann í Álftavötnum hittum við trússarann okkar, hann Hákon, sem hafði hitað skálann vel upp fyrir okkur. Við gengum alls 21,6 km á rúmum ellefu klukkustundum. Veðrið var gott allan daginn.
Á þriðja degi var rigning um morguninn og við tókum það rólega, flestir sváfu vel út, enda löng ganga daginn áður. Við héldum af stað um hádegi í þoku. Útsýnið var lítið en veðrið gott gönguveður. Vel gekk að vaða yfir Syðri-Ófæru, en maður hafði ekki tilfinngu fyrir því að vera í þröngu skarði. Við fylgdum svo Syðri-Ófæru, stoppuðum og horfðum á rollur og rjúpur.Við áttum góða stund við Litla-Gullfoss eða Silfurfoss áður við komum í Hólaskjól. Við gengum 6,9 km á rúmum þremur klukkustundum.
Á fjórða degi fórum við með rútunni í bæinn eftir smá morgungöngu.