gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivist
  2. Utivist 2007-2011

Strútsstígur júní 2008 - Fararstjóraferð

Útivist fór fararstjóraferð á Strútstígnum síðustu vikuna í júni. Við héldum upp frá Hólaskjóli og gengum fyrsta daginn í Álftavötn, þegar þangað var komið var farið í smá kvöldgöngu í nágrenni skálans. Næsta morgun fórum við frá Álftavötnum yfir Álftavatnakrók, í gegnum Eldgjá og meðfram hlíðum Svartahnúkafjalla. Þar skiptumst við á að leiða hópinn, tvö og tvö saman. Við þurftum að velja góða leið í landslaginu og vita hvar við værum stödd. Við böðuðum okkur í Strútslaug og héldum svo í Strútsskála. Á þriðja degi vöknuðum við snemma og héldum í Hvanngil, við þurftum að ná rútu sem átti að taka hóp þaðan. Þetta gekk afbragðsvel og í Hvanngili var okkur boðið upp á að kaupa þessar fínu vöfflur með sultu.
Read More
  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2022 SmugMug, Inc.
    Dick Phillips reisti þennn skála
    Strútsslaug skammt undan
    Strútsslaug og Meyjarstrútur í bakgrunni