Strútsstígur júní 2009
Ég fór sem fararstjóri á Strútstígnum fyrir Útivist í lok júní. Farþegarnir voru 14 og með mér var aðstoðarfararstjórinn Jón Karl. Við hófum göngu í Hólaskjóli og leiðin lá í Álftavötn meðfram Syðri-Ófæru. Í fallegu gili, eins konar hliði á leiðinni, óðum við Syðri-Ófæru. Syðri-Ófæra reyndist vera nokkuð vatnsmikil og breiðari en áður. Það ringdi smávegis á okkur og það var gott að koma í heitan skálann, en Hákon trússari hafði kveikt upp í Sóló-vélinni fyrir okkur. Við gengum 6,6 km á þremur og hálfri klukkustund.
Á öðrum degi gengum við frá Álftavötnum að Strútsskála. Fyrst gengum sunnan við Syðri-Ófæru, berfætt í mjúkum mosa og óðum tvær, þrjár sprænur. Þegar við komum að Eldgjá fengum við okkur nesti og reimuðum á okkur skónna. Við gengum svo meðfram norðurhlíðum Svartahnúksfjalla niður að Syðri-Ófæru þar sem hún rennur úr Muggudal yfir í Ófærudal. Þar tókum við kaffipásu og héldum svo áfram, yfir Laugarháls og niður í Hólmsárbotna. Við fórum að Strútslaug og böðuðum okkur þar. Við héldum svo suður Hólmsárbotna í þoku og litlu skyggni, fórum yfir Strútsgil, norður fyrir Strút og að Strútsskála. Aftur var gott að koma í heitan og hlýjan skála. Þar var grillað og slakað á eftir langan dag. Við gengum 22,7 km á ellefu og hálfum tíma.
Á þriðja degi héldum við yfir Veðurháls niður í Hrútagil og suður fyrir Mataröldu og Skiptingaöldu upp á Slysaöldu. Þar var farið yfir sögu Þorláks frá Gröf sem varð þar úti ásamt þremur samferðarmönnum sínum. Við óðum svo yfir Kaldaklofskvíslar og fórum milli Einstigsfjalls og Sléttafells inn í lítinn dal. Þar héldum við fyrir Röðul yfir í Hvanngil. Við skála FÍ í Hvanngili beið eftir okkur rúta frá Fjallabaki sem skutlaði okkur yfir í Álftavatn þar sem við gistum í skála FÍ. Þar grilluðum við og höfðum það gott. Við gengum 16 km á átta klukkustundum.
Á fjórða degi fórum við í smá morgungöngu á meðan beðið var eftir rútunni sem skutlaði okkur í bæinn.
Read MoreÁ öðrum degi gengum við frá Álftavötnum að Strútsskála. Fyrst gengum sunnan við Syðri-Ófæru, berfætt í mjúkum mosa og óðum tvær, þrjár sprænur. Þegar við komum að Eldgjá fengum við okkur nesti og reimuðum á okkur skónna. Við gengum svo meðfram norðurhlíðum Svartahnúksfjalla niður að Syðri-Ófæru þar sem hún rennur úr Muggudal yfir í Ófærudal. Þar tókum við kaffipásu og héldum svo áfram, yfir Laugarháls og niður í Hólmsárbotna. Við fórum að Strútslaug og böðuðum okkur þar. Við héldum svo suður Hólmsárbotna í þoku og litlu skyggni, fórum yfir Strútsgil, norður fyrir Strút og að Strútsskála. Aftur var gott að koma í heitan og hlýjan skála. Þar var grillað og slakað á eftir langan dag. Við gengum 22,7 km á ellefu og hálfum tíma.
Á þriðja degi héldum við yfir Veðurháls niður í Hrútagil og suður fyrir Mataröldu og Skiptingaöldu upp á Slysaöldu. Þar var farið yfir sögu Þorláks frá Gröf sem varð þar úti ásamt þremur samferðarmönnum sínum. Við óðum svo yfir Kaldaklofskvíslar og fórum milli Einstigsfjalls og Sléttafells inn í lítinn dal. Þar héldum við fyrir Röðul yfir í Hvanngil. Við skála FÍ í Hvanngili beið eftir okkur rúta frá Fjallabaki sem skutlaði okkur yfir í Álftavatn þar sem við gistum í skála FÍ. Þar grilluðum við og höfðum það gott. Við gengum 16 km á átta klukkustundum.
Á fjórða degi fórum við í smá morgungöngu á meðan beðið var eftir rútunni sem skutlaði okkur í bæinn.