gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivist
  2. Utivist 2007-2011

Strútsstígur með ábót

Dagana 3.-7. júlí gekk með hóp á vegum Útivistar eftir Strútsstígnum, ábótin fólst í því að haldið var áfram í Dalakofann. Ferðin hófst með rútuferð úr Reykjavík í Hólaskjól þar sem gangan átti að hefjast. Eftir að hafa ráðfært okkur við staðarhaldarann þar var ákveðið að sleppa fyrstu göngunni og fara með rútunni beint í skálann við Álftavötn. Var það vegna þess að Syðri-Ófæra var algjör ófæra fyrir gangandi. Þegar í skálann kom fóru við í smá göngu að gljúfrinu þar sem vaðið er yfir Syðri-Ófæru og ætluðum við að skoða vaðið. Við komumst þó ekki alla leið, því Syðri-Ófæra var svo vatnsmikill að hún að litlum hluta rann í afallaið úr einu Álftavatna og þar létum við gott heita. Við gengum þá að hraunbrúnni sem er neðan við bílvaðið og virtum þar fyrir okkur ánna, en hraunbrúin var á kafi. Við gengum tæpa 5 km. þennan fyrsta dag. Á öðrum degi gengum við í Strútsskála, með viðkomu í Strútsslaug – sem ekki var nógu heit í þetta sinn. Dagurinn var frekar blautur, framan voru skúrir eða súld, við þornuðum þó vel á milli. En síðasta klukkutímann að skálanum rigndi á okkur og vorum við hundblaut þegar í skálann kom eftir 24 km göngu. Fyrir svefninn var svo lesin frásögn um Þorlák í Gröf og 3 félaga hans sem urðu úti við Slysaöldu á 19. öld. Á þriðja degi var svo gengið frá Strútsskála yfir Mælifellssand að Slysaöldu. Á öldu rétt áður en komið er að Slysaöldu var rifjum upp saga af þyrluslysi sem varð í Bláfjöllum rétt sunnan við Hvanngil. Við héldum að Móhellu og þurftum að vaða í gegnum sandbleytu á leiðinni og svo yfir Kaldaklof og fyrir Einstigsfjall. Við fórum svo upp á Hvanngilshnausa og virtum fyrir okkur útsýnið sem var hið sæmilegast eftir 18 km göngu. Nokkrir bættu við 2 km með kvöldgöngu inn í Hvanngilið að Gamla bóli. Á fjórða degi, degi ábótar, var haldið af stað frá Hvanngili norður eftir Laugaveginum að Grashagakvísl sem við óðum. Þar yfirgáfum við Laugaveginn og héldum í norðurvestur. Við gengum að Ljósárfossi og mynduðum hann í grið og erg. Við óðum svo Ljósánna án teljandi vandræða og leituðum svo að vaði yfir Markarfljótið, sem var í ham eftir rigningar síðustu daga. Við fundum ekki góðan vaðstað og leituðum þá upp í Ljósártungurnar og gengum skemmtilega leið yfir Hrafntinnuhraunið, en þá var klukkan orðið nokkuð margt og fengum við skálavörð úr Álftavatni og trússara sem var staddur þar til að koma á móti á okkur á fjallveginum og skutla okkur í Dalakofann og þar voru við komin klukkan 3 að nóttu, ábótin reyndist vera því ívið meiri en reiknað var með. Við gengum þennan síðasta dag 36,4 km. og hækkuðum okkur samtals líklega um 1.000 metra. Líklega hefði verið betra að setja stefnuna á Jónsvörðu og þaðan yfir Hrafntinnuhraunið í stað þess að þvælast upp og niður tungurnar. Síðasta daginn sváfum við út og grilluðum svo áður en haldið var heim á leið með rútunni. Samtals gekk þessi góði hópur 85 km á fjórum dögum.
Read More
  • Syðri Ófæra. Hraunbrúin er á kafi.

    Syðri Ófæra. Hraunbrúin er á kafi.

  • Arinbjörn heldur yfir Syðri-Ófæru

    Arinbjörn heldur yfir Syðri-Ófæru

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • og yfir komst hann

    og yfir komst hann

  • Syðri-Ófæra flæddi yfir í afrennslið úr Álftavatni. Hér er yfirleitt hægt að stikla yfir.

    Syðri-Ófæra flæddi yfir í afrennslið úr Álftavatni. Hér er yfirleitt hægt að stikla yfir.

  • Gljúfrið þar sem vaðið er yfir Syðri-Ófæru

    Gljúfrið þar sem vaðið er yfir Syðri-Ófæru

  • Hraunbrúin yfir Syðri-Ófæru var á kafi

    Hraunbrúin yfir Syðri-Ófæru var á kafi

  • Við Syðri-Ófæru

    Við Syðri-Ófæru

  • Haldið upp með Syðri-Ófæru, erum að koma að Eldgjá.

    Haldið upp með Syðri-Ófæru, erum að koma að Eldgjá.

  • Foss í Syðri-Ófæru við Eldgjá

    Foss í Syðri-Ófæru við Eldgjá

  • Strútur

    Strútur

  • Mælifell

    Mælifell

  • Mælifell

    Mælifell

  • Þurrkur - daginn áður hafði rignt mikið og fötin ennþá blaut um morguninn og því ekkert annað að gera að reyna að þurrka úti.

    Þurrkur - daginn áður hafði rignt mikið og fötin ennþá blaut um morguninn og því ekkert annað að gera að reyna að þurrka úti.

  • Þurrkur

    Þurrkur

  • Untitled photo
  • Strutur

    Strutur

  • Horft yfir Kaldaklof

    Horft yfir Kaldaklof

  • Á Móhellunni

    Á Móhellunni

  • Untitled photo
  • Á leiðinni frá Hvanngili mættum við nokkrum gönguhópum sem voru að arka Laugaveginn

    Á leiðinni frá Hvanngili mættum við nokkrum gönguhópum sem voru að arka Laugaveginn

  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2023 SmugMug, Inc.
    2011 07 03_1974_edited-1.jpg
    2011 07 03_1976_edited-1.jpg
    og yfir komst hann