Straumur og forn sel í Kaphelluhrauni
Ég fór með Útivist um Straumsvík og að fornum selum í Kaphelluhrauni. Við byrjuðum við Straum (nálægt álverinu), skoðuðum nokkur misvelfarin hús í Straumsvík. Fórum í suður yfir Reykjanesbrautina, gamla Keflavíkurveginn og að Óttarsstaðarseli. Við stoppuðum á leiðinni við Gvendarbrunn sem var hulinn snjó. Við leituðum næst að Bekkjaskúta, sem á að vera skúti með bekk. Við fundum hann eftir nokkra leit en vildu matast út í sólinni. Settum svo stefnuna á Norðurhellir, það hafði skafið inn í hann og ekki hægt að komast inn. Við héldum þá að Óttarsstaðarseli, fyrsta selinu af fjórum. Þá stefndum við í austur að Krýsuvíkurvegi, komum við í Straumseli, Gjáseli og Fornaseli áður en við fórum upp á veginn. Þar beið eftir okkur rúta sem skutlaði okkur á BSÍ.
Read More