gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivist
  2. Utivist 2007-2011

Strútsstígur 13.-16. ágúst

Ég fór sem fararstjóri með Útivistarhóp eftir Strútsstígnum 13.-16. ágúst. Veðrið var nokkuð gott allan tímann. Á leið frá Hólaskjóli var haldið meðfram Syðri-Ófæru og skoðuðum fossa og flúðir áður en við óðum ánna. Við komum snemma í Álftavatnaskála og fórum í síðdegisgöngu upp að hraunbrúnni yfir Syðri-Ófæru. Um kvöldið löbbuðum við um svæðið og skoðuðum fleiri fossa. Á öðru degi héldum við suður með Syðri-Ófæru yfir mosavaxið land að Eldgjá þar sem við fengum okkur nesti. Við kvöddum svo Syðri-Ófæru í bili og héldum svo áfram í norðurhlíðum Svartahnúksfjalla þar til við komum aftur niður að Syðri-Ófæru í mynni Ófærudals. Næst héldum við í Hólmsárbotna og fórum í Strútslaug. Eftir gott bað gengum við síðasta spölinn í Strútsskála um Krókagil. Á þriðja degi fórum frá Strútsskála yfir Veðurháls niður í Hrútagil, suður fyrir Mataröldu, Skiptingaröldu og Skiptingaröldu að Slysaöldu. Þar skoðuðum við minnismerki um fjóra menn sem urðu þar úti og virtum fyrir okkur útsýnið áður en við héldum að Móhellunni. Við óðum síðan ár, læki og lænur í Kaldaklofi - sem síðan mynda Kaldaklofskvísl. Við Einstigsfjall fengum við okkur nesti og höfðum útsýni yfir Kaldaklofið. Hópurinn fór að síðustu upp á Hvanngilshnausa og fékk þar fínasta útsýni, rétt áður en fór að rigna. Á fjórða degi var farið í létta morgungöngu á meðan beðið var eftir rútunni. Við skoðuðum Gamlaból og fórum hring í Hvanngilskrók. Gangan eftir Strútsstígnum var 44,4 kílómetrar, en með göngum við Hvanngil og Álftavötn gekk hópurinn 52,6 kílómetra. Fleiri myndir: Arnbjörn Guðrún Una
Read More
  • Hópurinn í upphafi göngu

    Hópurinn í upphafi göngu

  • Stuðlabergið við Hólaskjól

    Stuðlabergið við Hólaskjól

  • Syðri-Ófæra

    Syðri-Ófæra

  • Untitled photo
  • Syðri-Ófæra

    Syðri-Ófæra

  • Hraunbrúin yfir Syðri-Ófæru

    Hraunbrúin yfir Syðri-Ófæru

  • Vatnið streymir undan hrauninu fyrir neðan hraunbrúnna

    Vatnið streymir undan hrauninu fyrir neðan hraunbrúnna

  • Vatnið svolgrast niður fyrir ofan hraunbrúnna

    Vatnið svolgrast niður fyrir ofan hraunbrúnna

  • Untitled photo
  • Gamli jeppaslóðinn er lokaður

    Gamli jeppaslóðinn er lokaður

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Horft eftir gönguleiðinni. Syðri-Ófæra rennur frá Eldgjá

    Horft eftir gönguleiðinni. Syðri-Ófæra rennur frá Eldgjá

  • Horft til baka að "Dyrum Strútsstigs" - gilið þar sem vaðið var yfir Syðri-Ófæru.

    Horft til baka að "Dyrum Strútsstigs" - gilið þar sem vaðið var yfir Syðri-Ófæru.

  • Untitled photo
  • Foss í Syðri-Ófæru

    Foss í Syðri-Ófæru

  • Horft til baka úr Eldgjá

    Horft til baka úr Eldgjá

  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Untitled photo
  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2022 SmugMug, Inc.
    DSC_3899_edited-1.jpg
    DSC_3902_edited-1.jpg
    DSC_3903_edited-1.jpg