Sveifluháls
Sunnudaginn 8. júlí fór ég með Útivist eftir Sveifluhálsi. Á labbinu eftir hálsinum fórum við upp á upp á 6 tinda, ef ég taldi rétt. Þessi leið er varasöm að því leiti að hálsinn er úr móbergi og á stundum dansaði maður þegar ekkert nema bergið var undir mölinni. Það var mjög lágskýjað alla ferðina, svo ágætis veður til að labba í, en ekki nógu gott til myndatöku. Ég prófaði 10-20 mm linsu sem ég fékk lánaða og er voða veikur fyrir henni.
Ein kona steig illa niður og fótbrotnaði og var það mjög leitt. Sjúkrabíll kom að ná í hana og þurfti að finna góða leið fyrir hana niður á veg.
Þetta munu hafa verið 13,8 km sem við fórum á 7 klst.
Read MoreEin kona steig illa niður og fótbrotnaði og var það mjög leitt. Sjúkrabíll kom að ná í hana og þurfti að finna góða leið fyrir hana niður á veg.
Þetta munu hafa verið 13,8 km sem við fórum á 7 klst.