Sveinstindur - Skælingar 21. - 24. ágúst 2011
Það var 5 manna hópur auk fararstjóra sem gekk frá Sveinstind að Hólaskjóli 21. - 24. júlí 2011. Ferðin hófst með göngu á Sveinstind, framan af var gott skyggni á leið upp en þegar upp var komið tók við þoka. Hópurinn hélt svo að Skaftá í skála Útivistar. Á öðrum degi var farið meðfram Skaftá, niður í Hvanngil, meðfram Uxavatni og um Jötnagil/Uxagil. Þá meðfram Uxatindum og svo niður að skála Útivistar á Skælingum. Á þriðja dagi var haldið á Gjátind og svo niður í Elgjá að Ófærufossi í Nyðri-Ófæru, að lokum var haldið í Hólaskjól. Á síðasta degi var farið að Silfurfossi/Litla-Gullfossi áður en ekið var heim á leið.
Read More