gemlingur

  • Home
  • Browse
  • Search
  1. Utivist
  2. Utivist 2014

Fimmvörðuháls júní 2014

Það var góður hópur sem gekk í góðu veðri upp í Fimmvörðuskála föstudagskvöldið 27. júní og aðfaranótt 28. júní. Við hófum gönguna í Skógum um kl. 20:15 og gengum upp með Skógá að vaðinu og komum þar um miðnætti. Þaðan var haldið eftir veginum að Baldvinsskála og vorum við þar um kl. 2. Frá Baldvinsskála var gengið á snjó síðasta hlutann að Fimmvörðuskála en þar vorum við um kl. 2:45. Næsta dag var haldið af stað að Básum rétt fyrir kl. 11. Eftir klukkutímagöngu var komið að Magna og hélt hópurinn þar upp til að virða fyrir sér útsýnið. Þá var haldið áfram að Bröttufönn og var snæddur hádegismatur áður en haldið var niður. Heljarkambur var tekinn í rólegheitum og svo arkað yfir Morinsheiðina út á Heiðarhornið og þar virti hópurinn fyrir sér útsýnið. Þegar niður af Morinsheiðinni var komið var tekin smá pása og kría. Svo var strikið tekið yfir Foldir og Kattarhrygg að Básum í Goðalandi. Áður en rútan kom á sunnudegi var haldið í útsýnishring yfir Réttarfellið. Komið var niður hjá Álfakirkjunni og skundað eftir veginum í Bása.
Read More
  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2021 SmugMug, Inc.
    2014-06-28 12-10-51 - DSCF0988.JPG
    2014-06-28 12-16-55 - DSCF0990.JPG
    Útigönguhöfði