Bátinn rak upp með bilaða vél þann 9. mars árið 1956, áhöfnin, 5 manns, fórst öll. Vörður var með fullfermi og fékk á sig sjó og missti út björgunarbátinn. Leitað var inn til hafnar í Þorlákshöfn, en þar sem aflinn lá undir skemmdum var ákveðið að halda til Reykjavíkur. Vörður var út af Selvogsvita þegar vél hans stöðvast, óskaði áhöfnin eftir aðstoð. Ekki var hægt bregðast nóg snöggt við og horfðu menn í landi á bátinn hvolfa í briminu.